Neyðarþjónusta.

Opnunartími á Dýraspítalanum í Garðabæ er frá kl. 08-17 alla virka daga. Laugardaga er opið frá kl. 10-12.

Öll vinna sem á sér stað eftir kl. 17:00 á virkum dögum og eftir kl. 12 á laugardögum ber 60% álag á aðalverkið en 30% álag á þau fylgiverk sem getur þurft að gera.

Tekið er 5000,- aukagjald á alla sem koma í neyðartíma. Við mun leitast við að aðstoða þig við að finna bókaðan tíma sem hentar.

Öll vinna á spítalanum er eingöngu unnin gegn staðgreiðslu og hafa starfsmenn ekki leifi til þess að veita reikningsviðskipti.

Að sjálfsögðu tökum við á móti öllum kortum auk þess að bjóða upp á kreditkortalán og Pei.is.

Í sumum tilfellum getur verið farið fram á innborgun á greiðslu áður en meðhöndlun byrjar.

Útkallsgjald á vakt er 35.000,- og leggst það gjald ofan á reikninginn. Að auki er 60% álag ofan á þau verk sem þarf að gera.

Í neyðartilfellum utan opnunartíma má fá uppl. um vakthafandi dýralækni á höfuðborgarsvæðinu í síma 530-4888