Fyrir rúmum 20 árum var Dýraspítalinn í Garðabæ stofnaður í rúmlega 50 fm. húsnæði við Lyngás í Garðabæ. Stofnandi hennar var Bernharð Laxdal. Fimm árum síðar tóku núverandi eigendur Hanna María Arnórsdóttir og Jakobína Björk Sigvaldadóttir dýralæknar, við rekstri stofunnar og var hún stækkuð upp í 220 fm. og varð þá einn stærsti smádýraspítali á landinu.
-
ALHLIÐA HEILBRIGÐISÞJÓNUSTA
Markmið félagsins er að leitast við að sjá dýrum sem þarfnast heimilis fyrir skjóli og stofna til þess dýraathvarf og að vinna almenning í landinu til fylgis og stuðnings við dýravernd.
Mun dýraathvarfið taka við öllum dýrum sem þarfnast nýs heimilis og reyna að finna þeim nýtt heimili.
Dýraspítalinn í Garðabæ hefur gert samning við nýtt fyrirtæki um sérbrennslu gæludýra.
Bálstofa dýranna er sérhæft fyrirtæki sem hefur yfir að ráða hátæknivæddum brennsluofni fyrir dýr og því teljum við það þjóna öllum okkar óskum um þá virðingu sem við viljum sýna okkar bestu vinum á leið þeirra yfir regnbogabrúna.
Við höfum nú endurnýjað hjá okkur blóðrannsóknartækin og völdum það nýjasta frá rannsóknarfyrirtækinu IDEXX (www.idexx.com). Við erum himinlifandi með þau og þau munu stuðla enn frekar að nákvæmari greiningum og enn betri þjónustu fyrir skjólstæðinga okkar.